1. Vanræksla gagnvart barni
Vanræksla gagnvart barni er skilgreind sem ítrekaður skortur á nauðsynlegri athöfn, sem leiðir til skaða eða er líklegur til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili fylgist ekki nægilega vel með barni og því er öryggi þess og velferð í hættu. Þetta á við þegar barnið hefur ekki líkamlega, hugræna eða tilfinningalega burði til að vernda sig sjálft í aðstæðunum.
1.2.1. Eftirliti umönnunaraðila með barni er ábótavant
Ekki er fylgst nægilega vel með barni þannig að það getur farið sér að voða. Foreldri eða
umönnunaraðili skynjar ekki yfirvofandi eða mögulega hættu og hefur ekki gert fullnægjandi
ráðstafanir til að vernda barnið gegn skaða.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn er skilið eftir eitt, t.d. á skiptiborði, í sundlaug eða heitum potti eða öðrum álíka stað
þar sem barninu er hætta búin.Barn er ekki fest tryggilega í farartæki með viðeigandi öryggisbúnaði eftir því sem við á
eftir aldri barnsins.Barn er skilið eftir án eftirlits, t.d. í barnavagni fyrir utan heimili eða veitingastað.
1.2.2. Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess
Barn er skilið eftir án eftirlits og án þess að hafa aldur og þroska til, t.d. á heimili eða í bifreið.
Þroski og aldur ræður því hvenær viðeigandi er að skilja börn eftir ein, t.d. barn á unglingsaldri
sem er skilið eftir eitt heima í langan tíma án eftirlits.
1.2.3. Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi
Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en er ekki sótt á tilsettum eða umsömdum tíma, eða að ekki
er ákveðið hvenær barnið verði sótt og sá sem passar barnið telur sig hafa passað það óeðlilega
1.2.4. Barn er skilið eftir hjá óhæfum aðila
Barn er skilið eftir hjá óhæfum umönnunaraðila. Dæmi um það er t.d. ef sá einstaklingur sem
annast á barnið hefur ekki aldur og/eða þroska til að annast það, er í annarlegu ástandi vegna
áfengis- eða vímuefnaneyslu eða haldinn alvarlegum geðsjúkdómi sem gerir viðkomandi
óhæfan til að annast barn. Hér er átt við þegar utanaðkomandi er falið að annast barn þrátt fyrir
vitneskju foreldra eða umönnunaraðila um eitthvað af ofangreindu.
1.2.5. Barn er skilið eftir hjá óhæfum aðila sem beitir börn ofbeldi
Barni hefur verið komið í umönnun hjá einstaklingi sem vitað er að hefur, eða er sterklega
grunaður um að hafa, beitt barn líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Viðkomandi þarf ekki
að hafa verið dæmdur eða kærður fyrir brot af þessu tagi.
1.2.6. Foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða yfirgefur barn til frambúðar
Foreldri segist ekki vilja eiga barn sitt eða segist vilja losna við það, rekur það t.d. út af
heimilinu. Foreldri eða umönnunaraðili skilur barn sitt eftir án þess að ætla sér að sækja það,
t.d. úti á víðavangi, á veitingastað eða öðrum opinberum vettvangi.
1.2.7. Barn verður umsjónarlaust vegna fráfalls eða fjarveru forsjáraðila
Barn er án umsjónar vegna fráfalls forsjáraðila, innlagnar forsjáraðila á sjúkrahús,
sjálfræðissviptingar forsjáraðila, handtöku forsjáraðila eða brotthvarfs af öðrum ástæðum.
Einnig getur verið um að ræða að foreldri sem fer eitt með forsjá reyni að svipta sig lífi. Hér
getur einnig verið um að ræða þegar börn koma án fylgdar forráðamanna til landsins (vegalaus
börn).
1.2.8 Barni er hætta búin vegna annarlegs ástands umönnunaraðila
Barn er ekki verndað og því hætta búin vegna annarlegs ástands forsjár- eða umönnunaraðila.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn verður vitni að annarlegu ástandi umönnunaraðila vegna áfengis- og/eða annarrar
vímuefnaneyslu.Barni er hætta búin þar sem umönnunaraðili ekur með það undir áhrifum áfengis og/eða
annarra vímuefna.
1.2.9. Barni er leyft eða það hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi
Barni er leyft eða það hvatt til þess af hálfu umönnunaraðila að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu
athæfi, t.d. innbrotum, þjófnaði, áfengis- og vímuefnaneyslu, vændi eða öðrum kynferðislegum
athöfnum, m.a. á netinu.