Ritunarramminn – handbók um notkun
Formáli
Ritunarramminn er matsrammi sem er ætlað að styðja kennara í ritunarkennslu en í þessari handbók má finna allar upplýsingar um rammann og notkun hans. Höfundar handbókarinnar höfðu umsjón með gerð rammans. Baldur Sigurðsson, prófessor emeritus, og Rannveig Oddsdóttir, lektor við HA, lásu yfir og veittu góða leiðsögn. Jafnframt veittu Auðun Valborgarson, Inga Úlfsdóttir og Sigurgrímur Skúlason, próffræðingar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, ráðgjöf við gerð rammans. Elín Lilja Jónasdóttir ritstjóri og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir lásu handbókina yfir og veitti góð ráð. 86 grunnskólakennarar tóku þátt í forprófun Ritunarrammans yfir heilt skólaár, söfnuðu ritunarsýnishornum frá nemendum og veittu ómetanlega endurgjöf. Dagný Pétursdóttir og Hrund Elíasdóttir meistaranemar unnu sumarlangt að greiningu og flokkun á ritunarsýnishornum nemenda ásamt því að skoða og skrá efnistök í ritunarkennslu í útgefnu námsefni hjá Menntamálastofnun. Erna Ingibjörg Pálsdóttir og Hildur Karlsdóttir grunnskólakennari sáu um endurgjöf og yfirlestur á rammanum.
Megi allt þetta fólk hafa bestu þakkir fyrir sitt framlag.
Katrín Ósk Þráinsdóttir og Guðbjörg R. Þórisdóttir