Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar
Þjónustuaðili:
Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði.
Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.
Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.
Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.
Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.
4. Tæknilýsing útboðsgagna
Í tæknilýsingu þarf að taka fram tæknileg gæði og eiginleika vöru, verks eða þjónustu. Tæknilegar kröfur eru lágmarkskröfur þar sem bjóðendur fá annað hvort „staðið/fallið“ flokkun í útboðum. Það þýðir að þær þurfa allar að vera uppfylltar svo tilboð fyrirtækis komi til greina.
Vanda ber tæknilýsinguna eins og kostur er, því breytingar á kröfum eftir að smíði kerfis hefst eru oft mjög kostnaðarsamar.
Við hönnun og gerð hugbúnaðar er nauðsynlegt að huga að eftirfarandi þáttum til að tryggja t.d. virkni hugbúnaðar, að hann sé notendavænn, viðhaldshæfur og skalanlegur.
https://island.is/ad-kaupa-inn-fyrir-opinbera-adila/1-greining
Eftir að kröfur um virkni hugbúnaðarins hafa verið settar fram í tæknilýsingu er nauðsynlegt að setja fram eftirfarandi tæknilegar kröfur til hugbúnaðarins sjálfs til varnar því að lenda í læstri stöðu hjá birgja.
Kröfur um stöðluð gagnaform
Notast skal við staðlað gagnaform (data type/ format) þegar kemur að úttaki, vistun og vinnslu.
Kröfur um öryggi hugbúnaðar
Fylgja þarf viðmiðum um öryggi sem íslensk stjórnvöld hafa sett fram. T.d.
gera kröfu um þekking á Open Web Application Security Project (OWASP) þarf að vera til staðar hjá seljanda saman ber tæknistefnu Stafræns Íslands https://docs.devland.is/technical-overview/technical-direction Þegar kemur að öryggi vefþjónusta.
Ákveða þarf hvernig kerfið á að höndla bilanir og niður tíma (failure).
Gera þarf áætlun um rekstrarsamfellu (Business continuity) til þess að tryggja lágmarks niður tíma, áframhaldandi traust notanda og framtíðar viðbætur/lagfæringar.
Kaupandi þarf að vera undirbúin og:
framkvæma áhættumat
setja upp öryggisstefnu og framkvæma reglulegt áhættumat.
gera kröfu um vöktunarkerfi sem greinir óeðlilega hegðun í rauntíma.
gera kröfu um að öryggisafrit af gögnum og stillingum sé reglulega tekin.
Gera kröfu um að gerð sé aðgerðaáætlun sem lýsir því hvaða skref skal taka ef bilun/mistök verða og samskipti við kaupanda. Hún ætti að vera auðskiljanleg og aðgengileg öllum starfsfólki. Til dæmis mætti áætlunin að innihalda eftirfarandi kaflaÁ meðan bilun/mistök eru til staðar sem framkallar rekstrarstöðvun.
Lausn og endurheimt frá viðgerð til atvikaskráningar.
Eftir bilun/mistök frá rannsókn, uppfærslum og þjálfun.
Tilkynning til netöryggissveitar ef um alvarlegt atvik eða áhættu sem ógnar öryggi að ræða.
Kröfur um aðgangsstýringu og notenda stjórnun
Aðgangsstýringar þurfa að vera skýrar, útlistaðar og í höndum stofnunar við verklok.
Skilgreina þarf hlutverk notanda vel og réttindum úthlutað í samræmi við hana.
Aðgangsstjórnun síðna (User Management)
Stýra réttindum niður á
Síður
Einingar
Ákveðna hluta
Krafa varðandi aðgengismál
Þegar kemur að útfærslu og hönnun notendaviðmóts hugbúnaðarins þarf hann að uppfylla WCAG Level AA staðalinn ef almenningur er endanotandinn þó er kaupandi hvattur til að nýta ávallt þessa kröfu. Hönnun skal vera skýr, einföld og aðgengileg ásamt því að samræmis skal gætt á milli viðmóts og notenda flæðis.