Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4. Tæknilýsing útboðsgagna

    Í tæknilýsingu þarf að taka fram tæknileg gæði og eiginleika vöru, verks eða þjónustu. Tæknilegar kröfur eru lágmarkskröfur þar sem bjóðendur fá annað hvort „staðið/fallið“ flokkun í útboðum. Það þýðir að þær þurfa allar að vera uppfylltar svo tilboð fyrirtækis komi til greina. 

    Vanda ber tæknilýsinguna eins og kostur er, því breytingar á kröfum eftir að smíði kerfis hefst eru oft mjög kostnaðarsamar.

    Við hönnun og gerð hugbúnaðar er nauðsynlegt að huga að eftirfarandi þáttum til að tryggja t.d. virkni hugbúnaðar, að hann sé notendavænn, viðhaldshæfur og skalanlegur.

    https://island.is/ad-kaupa-inn-fyrir-opinbera-adila/1-greining 

    Efni kaflans

    Persónuvernd

    • Hugbúnaður þarf að vera byggður upp á þann hátt að stofnun geti framfylgt GDPR löggjöfinni https://gdpr.eu/ er viðkemur persónugreinanlegum upplýsingum.

    • Ásamt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

    • Gagnaflokkun skal styðja við að persónuupplýsingar séu unnar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Vinnslur sem m.a. eru skráðar í vinnsluskrár ríkisaðila geta tekið til eins eða fleiri gagna og mikilvægt að öll gögn sem innihalda persónuupplýsingar séu flokkaðar

    Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

    • https://radgjof.skjalasafn.is/

    • Varðveisluskylda er á öllum skjölum og gögnum sem hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi afhendingarskyldra aðila og er óheimilt að eyða nokkrum upplýsingum nema að heimild liggi fyrir samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn.

    Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga (nr. 959/2012)

    • Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála tekur sérstaklega til þeirra trúnaðarupplýsinga sem varnarmálalög, nr. 34/2008 taka til og aðgangs að trúnaðarupplýsingum á grundvelli samninga við Evrópusambandið, aðrar þjóðir og alþjóðlegar stofnanir

    Upplýsingalög nr. 140/2012.

    • Gagnaflokkun styður við markmið upplýsingalaga um gagnsæi í stjórnsýslu, aðgengi að upplýsingum hins opinbera og að auka traust almennings á stjórnsýslu með því að beita kerfisbundnum aðferðum til að flokka og meðhöndla gögn hins opinbera

    Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019

    Gera þarf vinnslusamning ef um meðferð persónuupplýsinga er að ræða.

    Vinnslusamningur í hugbúnaðarþróun er samningur sem lýsir því hvernig á að vinna með gögn eða þjónustu sem er verið að þróa eða veita. Í þessu samhengi getur þetta oft verið tengt því hvernig á að meðhöndla persónuupplýsinga eða önnur viðkvæm gögn.

    Í vinnslusamningum byggða á GDPR reglugerðinni um persónuvernd, þarf að huga sérstaklega að aðkomu þriðja aðila þar sem hann þarf mögulega að vinna með persónuupplýsingar. Í slíkum samningum er m.a. gert ráð fyrir:

    • Hverjum markmiðum vinnslan þjónar.

    • Hvernig gögnin eru vernduð og hvernig aðgangur að þeim sé tryggður.

    • Hvernig og hvenær gögnum verður eytt eða skilað aftur eða færð á annan stað.

    • Hvaða skyldur verða á hugbúnaðarþróunaraðilanum hvað varðar persónuvernd og örugga vinnslu.

    • Eftirlit og skilyrði um endurmat.

    Vinnslusamningurinn tryggir að bæði viðskiptavinurinn og hugbúnaðarþróunaraðilinn skilji hlutverk sitt og skyldur þegar kemur að gagnanna vinnslu og að þær verði framkvæmdar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Samningurinn skapar þannig skilyrði fyrir skilvirkni, öruggri og löglegri vinnslu gagna í hugbúnaðarþróunarferlinu.