Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar
Þjónustuaðili:
Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði.
Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.
Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.
Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.
Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.
1. Upphaf verkefnis
Í upphafi þarf að afla gagna til að auðveldara verði að finna lausn á hugsanlegri áskorun. Vert er að hafa í huga að setja markmið og lykilbreytur fram, huga að samningsstjórnun, gera áhættumat, drög að hugsanlegri tímaáætlun áður en farið er í eigindlega þarfagreiningu.
Gott er að hafa eftirfarandi spurningar í huga:
Hvaða þarfir uppfylla innkaupin/verkefnið
Er hægt að breyta ferlum innanhúss og sleppa því kaupum?
Hver getur unnið verkið?
Hver er afurð verkefnisins og afmörkun?
Hverjar eru tímaskorður og skipulag verksins?
Hver er fjárhagsrammi verksins?
Hvaða ytri skilyrðum er verkið háð?
Efni kaflans
Nauðsynlegt er að kanna hvort að það sé til lausn sem uppfyllir þær kröfur og þarfir sem settar hafa verið fram í þarfagreiningu. Oftar en ekki er hagkvæmara að fjárfesta í lausn sem er nú þegar til þar sem reynsla er kominn á hugbúnaðinn hjá hinu opinbera og grunn þróunarfasi búinn.
Opinberi aðilinn þarf því að svara eftirfarandi spurningum:
Er almenningur endanotandi kerfis / hugbúnaðar?
Eru kröfurnar og þarfirnar uppfylltar með kjarna þjónustum UMBRA?
Er lausn sem uppfyllir kröfurnar og þarfirnar til á almennum markaði?
Þjónusta hjá Umbra
Umbra er ráðuneytisstofnun sem sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna, ásamt rekstri á Microsoft skrifstofuhugbúnaði og öryggislausnum fyrir stofnanir (rekstur á Microsoft skýja geirum stofnana).
Hlutverk
Miðstöð innri þjónustu og þróunar sem gerir ríkisaðilum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni
Framtíðarsýn
Við bindum ríkisaðila saman í eina heild með framúrskarandi þjónustu og fjölbreyttum lausnum
UT ráðgjöf tengd hugbúnaði ríkisins
Aðstoð og leiðbeiningar sem hjálpa ríkisaðilum að nýta skrifstofu hugbúnað ríkisins, þar með talið ef koma þarf á samskiptum við ytri kerfi. Má þar nefna:
Teams símkerfi og skiptiborða- / þjónustuverslausn
Innleiðing Microsoft Öryggislausna
Nýting á Power Platform (Automate/Power Apps)
Azure þjónustur
Miðlægar Outlook undirskriftir
Ríkisaðilum er velkomið að leita til Umbru með fyrirspurnir um aðrar lausnir sem tengjast Microsoft skrifstofuhugbúnaði.
Hægt er að hafa samband við UMBRA í gegnum support@publicadministration.is ef um almennan opinberan aðila er að ræða. Ef um dómssýsluna er að ræða er netfangið support@judicial.is.
Þjónusta Stafræns Íslands
Þjónustuframboð Stafræns Íslands stendur stofnunum og opinberum aðilum til boða. Samstarf sem miðar að því að veita notendamiðaða stafræna þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja.
Þjónustuframboð Stafræns Íslands má finna hér https://island.is/s/stafraent-island/thjonustur
Umsókn um samstarf við Stafrænt Ísland má finna hér https://island.is/s/stafraent-island/samstarf
Er lausn í notkun hjá hinu opinbera eða til á almennum markaði?
Opinberar stofnanir eru hvattar til að kanna:
hvort að það sé til sem gæti innihaldið lausn.
hvaða lausnir aðrir opinberir aðilar eru að nota til að uppfylla samskonar þarfir.
hvort að hægt sé að fá svör frá markaðnum með því að framkvæma markaðskönnun í gegnum Ríkiskaup þar sem slík könnun er opinber og gagnsæ án skuldbinda um kaup.