Hámarkshraði ökutækja
Almennt
Það er bannað að aka yfir hámarkshraða.
Lögregla má alltaf stöðva ökumenn vegna hraðaaksturs.
Hraðatakmarkanir
Umferðarskilti gefa til kynna hámarkshraða á hverju svæði.
Algengur hámarkshraði er:
30 til 50 kílómetrar á klukkustund í þéttbýli,
80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum,
90 kílómetrar á klukkustund á malbikuðum vegum utan þéttbýlis.
Ökumenn þurfa alltaf að aðlaga hraða að aðstæðum og umferð.
Hraðamælingar með myndavélum
Hraðamyndavélar eru staðsettar víðsvegar um landið á stöðum þar sem hætta er á hraðaakstri og slysum. Þær eru sjálfvirkar og taka myndir af ökutækjum sem fara yfir leyfilegan hámarkshraða.
Tilkynning um sekt vegna myndavélar er send á skráðan eiganda ökutækis.
Afleiðingar hraðaakstur
Afleiðingar þess að aka of hratt geta verið
sektagreiðslur, sem hækka með auknum hraða,
punktar á ökurferil,
svipting ökuleyfis, í alvarlegustu tilvikum getur lögregla svipt þig ökuleyfi á staðnum.
Nýjir ökumenn
Ökumenn með bráðabirgðastkírteini missa ökuleyfi eftir aðeins 3 punkta.
Þjónustuaðili
Lögreglan