Punktar fyrir brot á umferðarlögum
Almennt
Punktar eru veittir fyrir umferðarlagabrot og eru færðir í skrá um ökuferil ökumanna.
Hvert brot getur gefið frá 1 til 4 punktum, eftir alvarleika brotsins.
Ef þú fremur brot á 2 eða fleiri ákvæðum, leggjast punktarnir saman.
Fyrning punkta
Punktar fyrnast á 3 árum og falla út í sömu röð og þeir komu inn.
Viðvörun vegna punkta
Viðvörun er send til ökumanns þegar:
8 punktar hafa verið færðir á ökuferilsskrá hans á 3 ára tímabili fyrir handhafa fullnaðarskírteinis
3 punktar hafa verið færðir á ökuferilsskrá hans á 3 ára tímabili fyrir handhafa bráðabirgðaskírteinis
Þótt þú fáir ekki viðvörun kemur það ekki í veg fyrir sviptingu ökuréttinda þegar tilskildum punktum er náð.
Missa ökuréttindi
Þú getur misst bílprófið ef þú safnar 12 eða fleiri punktum á innan við 3 árum.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
Lögreglan