Fara beint í efnið

Hafnsaga skipa

Til að tryggja öryggi siglinga og varnir gegn mengun sjávar þurfa skip að hafa leiðsögumann eða hafnsögumann þegar siglt er á tilteknum svæðum eða við sérstakar aðstæður.

  • Við siglingu um hafnarsvæði skulu öll þau skip sem flytja hættulegan eða mengandi varning í farmrými eða á þilfari, í meira magni en tiltekið er í reglugerð, hafa um borð hafnsögumann.

  • Hafnarstjórnir ráða hafnsögumenn samkvæmt reglugerðum um hafnsöguskyldu hverrar hafnar.

  • Heimilt er að veita staðkunnugum skipstjórum undanþágu frá hafnsöguskyldu.

  • Samgöngustofa er heimilt að ákveða að skip skuli hafa leiðsögumann til að tryggja varnir gegn mengun og öryggi siglinga.












Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa