Grunnþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Grunnþjónustu lýkur
Jákvæð niðurstaða umsóknar
Þegar einstaklingur hefur fengið jákvæða niðurstöðu á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, hvort sem einstaklingur fær stöðu flóttamanns eða mannúðarleyfi, fellur réttur til þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar niður í síðasta lagi 8 vikum frá birtingu ákvörðunar.
Réttur til þjónustu fellur niður þremur dögum eftir að einstaklingi býðst annað húsnæði á vegum opinbers aðila eins og sveitarfélags. Vinnumálastofnun getur ákveðið að fresta niðurfellingu þjónustu, meðal annars er einstaklingur samþykkir boð um slíkt húsnæði en það er ekki laust fyrr en að tilteknum tíma liðnum.
Réttur til þjónustu í þeim tilfellum getur þó aldrei farið umfram 8 vikur frá birtingu ákvörðunar.
Umsókn er synjað
Umsækjendur sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni eiga áfram rétt til þjónustu þar til þeir hafa yfirgefið landið. Hámarkstími þjónustu er 30 daga eftir ákvörðun um synjun.
Eftir þann tíma falla réttindi niður nema útlendingur falli undir tilteknar undanþágur í lögum um útlendinga. Réttur til bráða heilbrigðisþjónustu fellur aldrei niður.
Enn fremur gilda sérreglur um niðurfellingu réttinda fyrir EES- eða EFTA ríkisborgara eða útlendinga sem koma frá ríkjum á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki og umsóknin er metin bersýnilega tilhæfislaus.
Umsókn dregin til baka
Einstaklingur sem dregur umsókn um alþjóðlega vernd til baka missir rétt til þjónustu 3 dögum eftir að hann dregur umsókn sína til baka.
Vinnumálastofnun er heimilt að fresta niðurfellingu þjónustu sæki viðkomandi um aðstoð til sjálfviljugrar heimfarar.
Dvalarleyfi og atvinnuleyfi gefið út til bráðabirgða
Þegar einstaklingur fær útgefið bráðabirgðar dvalarleyfi og atvinnuleyfi fellur réttur til þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar niður 4 vikum frá útgáfu leyfisins.
Sé einstaklingur fyrirvinna fjölskyldu getur viðkomandi átt rétt á áframhaldandi dvöl í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Greiðsla fæðisfés og framfærslufés allrar fjölskyldunnar fellur þó niður að 4 vikum liðnum frá útgáfu leyfisins.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun