Fara beint í efnið

Grunnþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Tala við ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun

Ráðgjafar Vinnumálastofnunar svara spurningum og gefa ráð og upplýsingar á ákveðnum tímum. 

Viðtal

Ef þig vantar upplýsingar eða þarft aðstoð þá getur þú mætt í þjónustuviðtal. Í viðtali færðu meðal annars:

  • Framfærslukort

  • Aðstoð við að panta tíma hjá hjúkrunarfræðingi

  • Aðstoð við að panta tíma hjá félagsráðgjafa

  • Farmiða í strætó

  • Svör við spurningum af ýmsu tagi

Upplýsingar um viðtölin eru í húsnæðinu þínu, ef þú býrð í búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar.

Viðtöl eru alltaf:

Í Reykjavík: Egilsgata 3. Klukkan 9-11 mánudaga til fimmtudaga.

Á Ásbrú: Grænásbraut 619. Klukkan 9-11 mánudaga til fimmtudaga.

Á Akureyri: Skipagata 14. Klukkan 9-11 alla miðvikudaga.

Símatími

Mánudaga til fimmtudaga frá 12 til 15.

Sími: 515 4800.

Athugið að velja númer 5 í símanum til að fá samband.


Almennt um grunnþjónustu

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Vinnumálastofnun veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd grunnþjónustu á meðan Útlendingastofnun er með umsókn þeirra til meðferðar. 

Grunnþjónustan er sérsniðin að þessum hópi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ekki með kennitölu og eru ekki sjúkratryggðir á Íslandi og geta því ekki sótt sér þjónustu hins opinbera á eigin vegum.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru þau sem koma hingað til lands og óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk.

Flóttafólk eru þau sem hafa fengið jákvæða niðurstöðu umsóknar um alþjóðlega vernd.

Innflytjendur eru þau sem flytja til Íslands.

Þarf ekki að sækja um

Það þarf ekki að sækja sérstaklega um grunnþjónustu fyrir umsækjendur um vernd hjá Vinnumálastofnun. Hún er veitt samkvæmt ákveðnu ferli sem hefst þegar einstaklingur eða fjölskyldur leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd á lögreglustöð.

Gott að muna

  • Fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er mjög mikilvægt að hafa kveikt á símanum og svara símtölum.

  • Það er líka nauðsynlegt að láta Vinnumálastofnun vita um rétt heimilisfang.

Ef Vinnumálastofnun veit ekki hvar einstaklingur er getur það leitt til þess að þjónusta falli niður.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun