Gæðavísar hjálpa fötluðu fólki að lýsa því hvernig þeim finnst þjónustan vera.
Sumar fullyrðingarnar eiga við um fjölskyldur fatlaðs fólks. Bæði börn og fullorðnir geta notað þessa gæðavísa til að skoða þjónustuna sína.
1. Ég get lifað sjálfstæðu lífi með þjónustunni sem ég fæ
1.1.1 Þjónustan sem ég fæ er sniðin að mínum þörfum og hentar mér.
1.1.2 Ég get tekið þátt í samfélaginu samkvæmt óskum mínum.
1.1.3 Ég fæ þjónustu og stuðning til að taka þátt í samfélaginu eins og ég vil.
1.1.4 Ég lifi virku lífi á þann hátt sem ég kýs.
1.1.5 Ég get gert hluti sem mig langar til, eins og að hitta vini mína eða sinna áhugamálum mínum.
1.1.6. Ég get notað síma og internetið þegar ég vil.
1.1.7 Ég get átt í samskiptum á þann hátt sem hentar mér og ég fæ til þess stuðning ef þörf er á.
1.1.8 Ég get valið um virkni sem hentar mér þegar ég vil.
1.1.9 Ég kemst ferða minna þegar ég vil.
1.1.10 Ég get ferðast eins og aðrir
1.2.1 Ég fæ stuðning til að byggja upp sambönd við annað fólk ef ég vil.
1.2.2 Ég get átt samskipti við það fólk sem ég vil.
1.2.3 Ég fæ stuðning til að hafa samband við fólk eins og ég vil og hentar mér.
1.3.1 Ég fæ aðstoð við að sinna heimilinu eins og ég vil.
1.3.2 Þau sem aðstoða mig á heimili mínu bera virðingu fyrir því að þetta sé heimili mitt.
1.3.3 Ég fæ aðstoð við að halda mér og líkama mínum hreinum og snyrtilegum þegar ég vil.
1.3.4 Ég get farið í bað eða sturtu þegar ég vil.
1.3.5 Ég ákveð hvað ég borða.
1.3.6 Ég fæ aðstoð við að elda þegar ég vil.
1.3.7 Ég get borðað í rólegheitum og í afslöppuðu umhverfi.
1.3.8 Ég ræð hvort og hvenær ég er ein eða einn.
1.3.9 Ég fæ aðstoð við að versla ef ég kýs.
1.3.10 Ég opna þann póst sem berst til mín og fæ aðstoð við að skilja innihald hans ef ég vil.
1.3.11 Ég fæ aðstoð við að taka á móti gestum heim til mín þegar ég vil.
1.3.12 Ég get boðið fólki að gista hjá mér þegar ég vil.
1.3.13 Mér líður vel heima hjá mér.
1.3.14 Þegar ég er ekki heima fer enginn inn til mín nema fá leyfi hjá mér.
1.3.15 Ég fæ aðstoð við að sinna fjármálum mínum ef ég þarf og vil.
1.4 Fleiri spurningar um heimili
1.4.1 Ég vel það sem er á mínu heimili, eins og til dæmis húsgögn og skraut.
1.4.2 Ég ræð því hvernig heimili mitt lítur út.
1.4.3 Ég er með hjálpartæki og aðrar tæknilegar lausnir sem ég þarf og vil hafa heima hjá mér.
1.4.4 Ég hef nóg pláss heima hjá mér.
1.4.5 Einka-rýmið mitt heima hjá mér er eins og ég þarf og vil.
1.4.6 Ég hef nógu mikið rými til að bjóða gestum í heimsókn.
1.4.7 Ég hef mitt eigið baðherbergi með klósetti, baði eða sturtu.
1.4.8 Ég kemst auðveldlega á klósettið heima hjá mér og get notað það þegar ég þarf.
1.4.9 Heimili mitt er laust við óþægilegan hávaða.
1.4.10 Heimilið mitt er öruggur staður þar sem ég get geymt eigur mínar.
1.5.1 Það er gott aðgengi þar sem ég er í skammtímadvöl.
1.5.2 Húsnæðið þar sem ég er í skammtíma-dvöl hentar mér.
1.5.3 Ég get stundað tómstundir mínar þegar ég er í skammtímadvöl.
1.5.4 Það verða ekki breytingar á daglegu lífi mínu þegar ég er í skammtíma-dvöl.
1.5.5 Ég get haft samband við fjölskyldu mína og vini þegar ég vil þegar ég er í skammtíma-dvöl.
1.5.6 Ég er á svipuðum aldri og aðrir sem eru með mér í skammtíma-dvöl.
1.5.7 Það eru ekki of margir í skammtíma-dvölinni þegar ég er þar.
1.5.8 Mér líður vel í skammtíma-dvöl.
1.5.9 Ég er með einstaklings-áætlun í skammtímadvölinni.
1.6.1 Ég er í vinnu, verkþjálfun eða annarri virkni sem mig langar að vera í.
1.6.2 Ég fæ þá aðstoð sem ég þarf og ég vil til að stunda vinnu eða aðra virkni.
1.6.3 Ég fæ þá hæfingu, endurhæfingu eða þjálfun sem ég þarf.
1.6.4 Ég fer í frístund eða er í annarri virkni með skóla.
1.6.5 Ég fer í frístund eða er í annarri virkni í skólafríum.
1.6.6 Mér líður vel í frístundinni sem ég tek þátt í.
1.7.1 Ég fæ þann stuðning sem ég þarf til að mennta mig.
1.7.2 Fötlun mín kemur ekki í veg fyrir að ég geti valið í hvaða framhaldsskóla ég fer.
1.8.1 Ég fæ aðstoð til að sinna áhugamálum mínum þegar ég vil.
1.8.2 Ég fæ aðstoð til að sækja menningar-viðburði eða aðra afþreyingu þegar ég vil.
1.8.3 Ég fæ aðstoð til að taka þátt í félagsstarfi þegar ég vil.
1.8.4 Ég tek þátt í tómstundastarfi eins og ég vil.
1.8.5 Ég get farið í sumar-dvöl þó að ég sé með fötlun.
1.9.1 Ég fæ ráðgjöf frá fagfólki sem skilur mig og aðstæður mínar.
1.9.2 Ég fæ ráðgjöf sem ég skil.
1.9.3 Ég fæ upplýsingar um þá félagsþjónustu sem er í boði.
1.10.1 Ég fæ þann stuðning sem ég þarf til að hugsa um og ala upp barnið mitt eða börnin mín.
1.10.2 Ég fæ þá fræðslu sem ég þarf til að hugsa um og ala upp barnið mitt eða börnin mín.
1.10.3 Ég fæ þann stuðning sem ég þarf vegna heimanáms barns míns eða barna minna.
1.11.1 Við fjölskyldan fáum þann stuðning sem við þurfum og viljum fá til að barn okkar njóti sömu réttinda og önnur börn.
1.11.2 Þjónustan sem fjölskyldan fær stuðlar að því að barn okkar búi við öruggt umhverfi þar sem því líður vel.
1.11.3 Við fáum stuðnings-fjölskyldu ef við viljum.
1.12.1 Ég fæ hjálpartæki og aðrar tæknilegar lausnir eða aðstoð sem ég þarf og ég vil til að lifa sjálfstæðu lífi.
1.12.2 Stuðningur og þjónusta sem ég fæ uppfylla þarfir mínar.
1.12.3 Ég ræð hvernig lífi ég lifi.
1.12.4 Ég fæ aðstoð við að fá heilbrigðis-þjónustu þegar ég vil.
2. Ég tek þátt í að ákveða hvernig þjónustan mín er.
2.1.1 Við mat og ákvörðun um þjónustu við mig er gengið út frá þörfum mínum og óskum.
2.1.2 Ég tek þátt í að meta þjónustuþarfir mínar.
2.1.3 Ég tek þátt í að gera einstaklings-bundna þjónustu-áætlun fyrir mig.
2.1.4 Haft er samráð við mig og hlustað á skoðanir mínar þegar þjónustan mín er skipulögð.
2.1.5 Fjölskyldu minni hefur verið boðin þjónusta heim í stað þess að ég fari í skammtímadvöl.
2.2 Samráð
2.2.1 Ég fæ þann tíma og aðstoð sem ég þarf til að kynna mér og skilja hvað felst í þjónustu sem ég fæ áður en tekin er sameiginleg ákvörðun um hvað hentar mér best.
2.2.2 Ef það breytist hvernig þjónustu ég þarf er haft samráð við mig um breytingarnar sem þarf að gera á þjónustunni.
2.2.3 Ef þjónustunni minni er breytt er haft samráð við mig.
2.2.4 Ef það á að gera miklar breytingar á þjónustunni minni er haft samráð við mig og persónulegan talsmann minn.
2.2.5 Ég fæ að taka þátt í að ákveða hver veitir mér þjónustu eða aðstoð.
2.2.6 Ég get stýrt þeirri þjónustu og stuðningi sem ég fæ ef það er það sem ég vil.
2.2.7 Ég tek þátt í að finna og þjálfa starfsfólk.
2.2.8 Ef ég og þau sem veita mér þjónustu í mínu daglega lífi erum ekki sammála um hvernig þjónustan á að vera, þá tölum við saman þar til við erum sátt við niðurstöðuna.
2.2.9 Ég hef áhrif á hvernig þjónustan sem ég fæ er veitt.
2.2.10 Þegar ég fæ þjónustu er borin virðing fyrir vilja mínum og vali.
2.3.1 Ég ræð hvar ég á heima.
2.3.2 Ég bý með því fólki sem ég vil búa með.
2.3.3 Ef ég bý á herbergja-sambýli þá hefur mér verið boðin önnur búseta.
3. Ég treysti þeim sem veita mér þjónustu.
3.1.2 Ég fæ þjónustu sem veitt er af þekkingu og er eins og ég þarf og vil.
3.1.3 Ég treysti fólkinu sem aðstoðar mig. Það veit hvað ég þarf og vil og veit hvernig á að aðstoða mig.
3.1.4 Fólkið sem aðstoðar mig daglega vinnur vinnuna sína vel.
3.1.5 Ég hef aðgang að sérfræðingum þegar ég þarf á því að halda.
3.1.6 Fólkið sem aðstoðar mig skilur mig og hvað ég þarf.
3.1.7 Ég fæ upplýsingar og ráðgjöf sem ég skil.
3.1.8 Ég skil fólkið sem aðstoðar mig þegar það á samskipti við mig.
3.1.9 Fólkið sem aðstoðar mig er næmt á þarfir mínar og hvernig ég er.
3.2.1 Fólkið sem aðstoðar mig ber virðingu fyrir mér.
3.2.2 Ef ég get ekki tjáð vilja minn þá fæ ég aðstoð við það.
3.2.3 Það er borin virðing fyrir skoðunum mínum og vilja.
3.2.4 Ég get skoðað einstaklings-bundnu þjónustuáætlunina mína, þegar ég vil.
3.2.5 Fólkið sem aðstoðar mig skilur að ég veit best hvað ég þarf, hvað ég vil og hvernig ég er.
3.2.6 Fólkið sem aðstoðar mig hlustar á mig og sýni mér virðingu og kurteisi.
3.2.7 Spurt er reglulega um reynslu mína af þjónustunni og hlustað er á skoðanir mínar.
3.2.8 Mér finnst að þau sem þjónusta mig beri virðingu fyrir öllu fólki og að allir skipti máli.
3.2.9 Ef ég kem með ábendingu eða kvarta þá er brugðist við.
3.2.10 Ef ég kem með ábendingu eða kvarta þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir mig.
3.2.11 Mér er sagt frá því ef þjónustan við mig raskast.
3.2.12 Ég veit hvernig ég á að koma með ábendingu um þjónustuna og fæ stuðning til þess ef ég þarf.
3.2.13 Ég treysti fólkinu sem aðstoðar mig.
3.2.14 Ef ég hef áhyggjur af öryggi mínu eða annarra er hlustað á mig og brugðist við.
3.2.15 Ég er spurð eða spurður hvað mér finnst og borin er virðing fyrir skoðunum mínum.
3.2.16 Ég upplifi hlýju og umhyggju í þjónustu við mig.
3.2.17 Fólkið sem aðstoðar mig kemur vel fram við mig.
3.2.18 Fólkið sem aðstoðar mig ber virðingu fyrir einkarými mínu og eigum.
3.2.19 Ég fæ persónulega þjónustu sem veitt er af virðingu og alúð.
3.2.20 Ég veit hverjir munu aðstoða mig frá degi til dags og hvað þeir eiga að gera.
3.2.21 Ég fæ stuðning til að skilja réttindi mín og standa vörð um þau.
3.2.22 Ég fæ stuðning frá hlutlausri manneskju til að tala máli mínu ef ég vil það.
3.2.23 Ef það er nauðsynlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt minn er það gert samkvæmt
lögum.
3.2.24 Þau sem aðstoða mig skilja að mannréttindi mín eru mjög mikilvæg.
3.2.25 Ef mér finnst að brotið sé á réttindum mínum þá leita ég til réttindagæslumanns og fæ aðstoð til þess ef ég þarf og vil.
3.2.26 Stuðningur og þjónusta sem ég fæ styrkja mig og valdefla.
3.3.1 Ég er í sambandi við fjölskylduna mína og fæ stuðning til þess að ef ég vil.
3.3.2 Ég bý hjá einhverjum innan stór-fjölskyldu minnar.
3.3.3 Ég bý nálægt fjölskyldu minni og það er auðvelt fyrir okkur að vera í sambandi ef ég vil það.
4. Ég get treyst á þjónustuna sem ég fæ.
4.1.1 Ég fæ upplýsingar um þá þjónustuna sem er í boði á því formi sem ég skil.
4.1.2 Ég fæ góðar leiðbeiningar um hvernig ég á að sækja um þjónustu.
4.1.3 Starfsfólk lætur mig vita ef það heldur að ég þurfi sértækan stuðning eða aðra þjónustu.
4.1.4 Starfsfólk hefur frumkvæði að því að finna lausnir og úrræði sem henta mér og bæta líf mitt.
4.1.5 Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir að fá greiningu á fötlun minni.
4.1.6 Ef ég fékk ekki þá þjónustu sem ég sótti um, var mér sagt hvers vegna.
4.1.7 Ef ég fékk ekki þá þjónustu sem ég sótti um, fékk ég góðar leiðbeiningar um næstu skref og upplýsingar um rétt minn.
4.2.1 Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir að fá þann stuðning og þjónustu sem ég þarf.
4.2.2 Ef umsókn mín um þjónustu hefur verið samþykkt en ég þarf að bíða eftir henni, fæ ég upplýsingar um aðra þjónustu sem ég get fengið á meðan bíð.
4.2.3 Ef ég hef þurft að bíða lengur en mér var sagt eftir þjónustunni sem ég á að fá er haft reglulegt samráð við mig á meðan ég bíð.
4.2.4 Ef ég hef þurft að bíða lengur en mér var sagt eftir þjónustunni sem ég á að fá er ég reglulega látin/n vita um stöðu málsins og hversu lengi ég þarf að bíða.
4.3.1 Ég fæ góða þjónustu því starfsfólk hefur nægar upplýsingar um mig sem þarf til að geta veitt hana.
4.3.2 Þjónustan sem ég fæ er stöðug og traust því fólk vinnur vel saman.
4.3.3 Þjónustukerfin sem koma að mínum málum vinna vel saman svo ég fái góða og samhæfða þjónustu.
4.3.4 Ég upplifi að þjónustan mín sé stöðug og samfelld.
4.3.5 Þjónustan mín er skipulögð og framkvæmd út frá heildarþörfum mínum og óskum.
4.3.6 Þegar ég fæ þjónustu frá mismunandi kerfum, svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu eða félagsþjónustu, þá vinna þau vel saman og hlutverk og ábyrgð hvers og eins eru skýr.
4.3.7 Ég er með einstaklings-bundna þjónustu-áætlun.
4.4.1 Ég get treyst því að fólk bregðist hratt við þegar ég þarf aðstoð.
4.4.2 Ég get treyst því að það komi ekki oft nýtt starfsfólk sem ég þekki ekki.
4.4.3 Mér finnst ég öruggur eða örugg í umhverfi mínu.
4.4.4 Mér finnst ég vera öruggur eða örugg um að verða ekki fyrir skaða, vanrækslu, misnotkun eða einelti frá fólki sem aðstoðar mig.
4.4.5 Mér finnst ég vera öruggur eða örugg um að starfsfólk misnoti ekki aðstæður mínar.
4.4.6 Fylgst er með því hvort ég sé veik eða veikur eða þurfi heilbrigðisþjónustu.
4.5.1 Ég treysti því að starfsfólk tali ekki um mig við fólk sem þarf ekki að vita neitt um mig.
4.5.2 Ég veit hvaða upplýsingum um mig er safnað og til hvers.
4.5.3 Ég fæ að vita hvaða upplýsingar aðrir fá um mig og í hvaða tilgangi.
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála