Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk
Gæðaviðmið segja hvernig félagsleg þjónusta við fatlað fólk á að vera. Þau eru byggð á íslenskum lögum og mannréttindasamningum, eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Gæðaviðmiðin nýtast fólkinu sem fær þjónustuna, fólkinu sem veitir þjónustuna og eftirlitsaðilum til að skoða og meta hvort þjónustan sé góð.
Gæðaviðmiðin fjögur
Þjónustan gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi.
Ég tek þátt í að móta þjónustuna sem ég fæ.
Ég ber traust til þeirra sem veita mér þjónustu.
Þjónustan sem ég fæ er örugg og áreiðanleg.
Reglur til að skoða þjónustuna
Undir hverju gæðaviðmiði eru 4 reglur sem notaðar eru til að skoða þjónustuna.
Samfélagsleg þátttaka.
Þjónustan mín hjálpar mér að taka þátt í samfélaginu eins og ég vil.Heildarsýn og velferð.
Það er hugsað um tilfinningar mínar, hvernig mér líður og hvað ég þarf þegar þjónustan mín er skipulögð. Ég fæ að vera með í að taka ákvarðanir um mig og þjónustuna mína.Jafnræði og virðing.
Mér finnst þjónustan byggjast á virðingu við mig. Ég upplifi ekki mismunun í þjónustunni. Ég tek ákvarðanir í lífi mínu og réttur minn til einkalífs er virtur.Gæði þjónustu.
Ég get treyst því að ég fái þá þjónustu sem ég þarf og þegar ég þarf.
Gæðavísar
Til þess að skoða þjónustuna eru notaðir gæðavísar í formi fullyrðinga.
Gæðavísar hjálpa fötluðu fólki að lýsa því hvernig þeim finnst þjónustan vera.
Sumar fullyrðingarnar eiga við um fjölskyldur fatlaðs fólks. Bæði börn og fullorðnir geta notað þessa gæðavísa til að skoða þjónustuna sína.
Samstarf um mótun gæðaviðmiða
Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum. Að vinnunni komu auk fulltrúa stofnunarinnar;
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Landssamtökin Þroskahjálp
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samtök félagsmálastjóra
velferðarsvið Reykjavíkurborgar
Öryrkjabandalag Íslands.
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála