Landgræðsluskóli GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, brautskráði nemendur í sautjánda sinn 27. ágúst við athöfn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti. Að þessu sinni voru í fyrsta sinn brautskráðir nemendur frá Kenía en alls voru nemendurnir frá níu löndum í Afríku og Mið-Asíu. Námið gefur alþjóðlegar ECTS-einingar sem nýta má í frekara námi við til dæmis Landbúnaðarháskóla Íslands.