Um klukkan 16:40 í gær, 10. júlí, hófst eldgos að nýju á Reykjanesi við fjallið Litla-Hrút, norðaustan við fyrri gossprungu. Gosið virðist stærra en síðustu gos á Reykjanesi en hefur þó minnkað talsvert í nótt. Gasmengun virðist einnig heldur meiri nú. Gas frá eldgosum getur verið skaðlegt heilsu fólks og mikilvægt er að fylgjast vel með gasmengun og loftgæðum, bæði í byggð og ef haldið er á gosstöðvarnar.