Ópíóðar eru mikilvæg lyf fyrir þá sjúklinga sem þá þurfa, en um leið eru þeir sérstaklega vandmeðfarin lyf. Ópóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja og notkun þeirra getur leitt til ávanabindingar og líkamlegrar fíknar. Stórir skammtar geta valdið öndunarstoppi og dauða.