TR býður upp á fræðslufund um ellilífeyrismál í streymi miðvikudaginn 13. mars kl. 16.00 – 17.30. Yfirskrift fundarins er Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri frá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.