Fara beint í efnið

4. mars 2024

Fræðslufundur í streymi 13. mars um töku ellilífeyris

TR býður upp á fræðslufund um ellilífeyrismál í streymi miðvikudaginn 13. mars kl. 16.00 – 17.30. Yfirskrift fundarins er Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri frá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.

Garðyrkjukona TR

Skráningu hefur verið lokað og hlekkur sendur á þátttakendur. Streymið mun verða aðgengilegt á YouTube síðu TR innan skamms.

Hlekkur á fræðslufundinn verður send til skráðra þátttakenda fyrir hádegi 13. mars.

Frá TR kynnir Ásta Júlía Arnardóttir verkefnastjóri á samskiptasviði, ellilífeyriskerfið, umsóknarferlið, Mínar síður TR, tekjuáætlanir o.fl. Að kynningu lokinn gefst þátttakendum kostur á að leggja fram spurningar.

Það færist í vöxt að fólk undirbúi sig vel fyrir starfslok og er fræðslufundur sem þessi góður vegvísir inn í starfslokin. Sumum finnst flókið að hefja töku ellilífeyris og er fræðslufundur af þessu tagi liður í því að einfalda ferlið og draga saman helstu upplýsingar á einum stað.