Guðrún Dóra Clarke nýr framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Guðrún Dóra Clarke hefur verið ráðin í auglýst starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Stefnt er að því að Guðrún Dóra hefji störf fljótlega og starfi samhliða Erni Ragnarssyni þar til hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri lækninga 1. febrúar nk.