26. nóvember 2024
26. nóvember 2024
Til hamingju með daginn sjúkraliðar!
Í dag 26. nóvember er Evrópudagur sjúkraliða, sem haldinn er til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim.

Evrópudagur sjúkraliða er helgaður sjúkraliðum og störfum þeirra en það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum degi árlega.
Sjúkraliðar eru mikilvæg fagstétt innan heilbrigðiskerfisins og hjá HSN starfa 95 sjúkraliðar í ýmsum störfum á heilsugæslu, í heimahjúkrun,- og á sjúkra- og hjúkrunardeildum.
Við óskum öllum sjúkraliðum til hamingju með daginn og þökkum fyrir þeirra mikilvægu störf.