Fara beint í efnið

7. september 2023

Upplýsingar um liðskiptaaðgerðir nú aðgengilegar í mælaborði

Mælaborð sem sýnir fjölda liðskiptaaðgerða á mjöðm og hné sem beðið er eftir ásamt fjölda framkvæmdra aðgerða frá árinu 2021 hefur nú verið birt á vef embættis landlæknis.

Liðskiptaaðgerðir-mælaborð

Mælaborðið verður uppfært mánaðarlega. Gögn eiga uppruna sinn í sjúkraskrárkerfum þeirra aðila sem framkvæma liðskiptaaðgerðir og berast gögnin í rauntíma inn í miðlægan biðlistagagnagrunn embættisins. Biðlistagrunnurinn er hluti af vistunarskrá sjúkrahúsa, einni af heilbrigðisskrám landlæknis og var þessi viðbót við skrána unnin með stuðningi heilbrigðisráðuneytisins.

Tilgangurinn með þessu nýja mælaborði er að auka aðgengi almennings og hagaðila að upplýsingum um liðskiptaaðgerðir hér á landi.

Frekari upplýsingar:
Kjartan Hreinn Njálsson
, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is