Fara beint í efnið

13. september 2023

Upplýsingar um bið eftir hjúkrunarrými nú aðgengilegar í mælaborði

Mælaborð sem sýnir tölulegar upplýsingar um bið eftir hjúkrunarrými hefur nú verið birt á vef embættis landlæknis.

Bið eftir hjúkrunarrými mælaborð

Mælaborðið inniheldur upplýsingar um fjölda sem beið eftir hjúkrunarrými í hverjum ársfjórðungi, fjölda sem flutti í hjúkrunarrými í hverjum ársfjórðungi, biðtíma þeirra sem fluttu í hjúkrunarrými á ári hverju og fjölda hjúkrunarrýma í hverju heilbrigðisumdæmi. Mælaborðið mun koma í stað greinargerða og excel skráa sem hafa fram að þessu verið birtar árlega.

Tilgangurinn með mælaborðinu er að auka aðgengi almennings og hagaðila að upplýsingum um bið eftir hjúkrunarrými hér á landi.

Frekari upplýsingar:
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is