Fara beint í efnið

11. júní 2021

Umsóknir um áfengisleyfi orðnar stafrænar

Allar umsóknir um áfengisleyfi eru orðnar stafrænar og auðvelt að nálgast þær á vef sýslumanna á Ísland.is. Um er að ræða leyfi til framleiðslu áfengis, leyfi til innflutnings áfengis til framleiðslu og leyfi til heildsölu áfengis.

Áfengisleyfi

Nú eru allar umsóknir um áfengisleyfi orðnar stafrænar og auðvelt að nálgast þær á vef sýslumanna á Ísland.is. Um er að ræða leyfi til framleiðslu áfengis, leyfi til innflutnings
áfengis til framleiðslu og leyfi til heildsölu áfengis.

Áfengisleyfi sem gefin eru út til umsækjenda í fyrsta sinn gildir í eitt ár en sé leyfið endurnýjað er gildistími ótímabundinn. Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að sækja um áfengisleyfi og frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér ásamt aðgengi að umsóknunum sjálfum.

Rafrænar umsóknir eru liður í að mæta þeirri gríðarlegu aukningu sem hefur orðið í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnum. Notendur spara sér sporin þar sem þjónustan sækir
nauðsynleg gögn með stafrænum hætti.