Fara beint í efnið

12. október 2022

Umsóknir í Lýðheilsusjóð 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2023 og er frestur til að sækja um styrki til 15. nóvember 2022

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Áherslur við styrkveitingu fyrir árið 2023 verða eftirfarandi:

  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu

  • Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni

  • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu

  • Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir

  • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði

  • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu

Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:

Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:

  • Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu

  • Verkefni með eigin fjármögnun og/eða annað mótframlag

  • Verkefni sem ekki eru unnin eingöngu af stofnunum á föstum fjárlögum

Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2022.
Sótt er um á nýju vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.

Um Lýðheilsusjóð