Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. febrúar 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umsóknarferli stafrænna ökuskírteina er nú einfaldara

Umsóknarferlið hefur nú verið gert einfaldara og notendavænna. Yfir 96.000 manns hafa sótt stafræna ökuskírteinið í símann.

Umsóknaferli stafrænna ökuskírteina

Umsóknarferli stafrænna ökuskírteina hefur nú verið gert einfaldara. Áður fyrr var skjal birt umsækjanda í pósthólfi þeirra á Ísland.is en nú er kóðinn og tengillinn á skírteinið birt í lokaskrefi umsóknaferlisins.

Þetta er gert til að gera upplifun umsækjanda auðveldari og vonandi hvetur fólk til þess að sækja sér stafrænt ökuskírteini í símann. Yfir 96.000 ökuskírteini hafa verið sótt stafrænt.

Umsóknarferlið er nú;

1.     Innskráning með rafrænum skilríkjum

2.     Heimilar notkun upplýsinga úr ökuskírteinaskrá

3.     Sækir skírteinið

4.     Sendir umsókn


Sækja um stafrænt ökuskírteini

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.