4. september 2025
4. september 2025
Umsókn um virknistyrk á Ísland.is
Samhliða lagabreytingum sem tóku gildi um mánaðamótin í örorku- og endurhæfingarkerfinu var útbúin stafræn umsókn um virknistyrk.

Virknistyrkur er ætlaður einstaklingum sem metnir eru með 26–50% starfsgetu geta um sótt um virknistyrk hjá Vinnumálastofnun í gegnum Ísland.is. Starfsgetumatið er byggt á samþættu sérfræðimati Tryggingastofnunar.
Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig stafrænar lausnir gefa opinberum aðilum á tækifæri til að bregðast hraðar við í innleiðingu breytinga eins og þessa. Breytingarnar skila sér þannig hraðar til þeirra sem þurfa með einfaldari hætti.
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.
Umsóknin var samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Stafræns Íslands en þetta er önnur umsóknin sem þau stafvæða í sameiningu. Þá er þegar hafin vinna við uppfærslu á umsókn um atvinnuleysisbætur.
Nánari upplýsingar um virknistyrki ásamt umsókn er að finna á Ísland.is.