Fara beint í efnið

22. mars 2022

Umsókn um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða orðin stafræn

Hreyfihamlaðir einstaklingar geta átt rétt á stæðiskorti (P-merki) fyrir hreyfihamlaða til þess að leggja í sérmerkt útibílastæði (P-stæði) sem eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, s.s. opinberar stofnanir og verslanir.

Stæðiskort

Umsóknarferlið er að fullu orðið stafrænt. Stæðiskortin eru send heim með pósti og tekur 3-5 virka daga. Einnig er hægt að sækja það á þá skrifstofu sýslumanns sem valin var í umsóknarferlinu. Þá er einnig er hægt að nálgast umsóknina eftir að hún hefur verið send inn á Mínar síður á Ísland.is.

Stæðiskort hreyfihamlaðra veitir handhöfum heimild til að leggja ökutæki í gjaldskyld P-merkt bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu og stæði eingöngu ætluð hreyfihömluðum. Vakin er athygli á því að sérreglur kunna að gilda um gjaldskyldu í þjóðgörðum og bílastæðahúsum.

Einnig má leggja ökutæki í viðkomandi EES-ríki þar sem korthafi dvelur.

Umsóknin sækir sjálfkrafa læknisvottorð og mynd í ökuskírteinaskrá Ríkislögreglustjóra. Sömuleiðis er gefinn kostur á að hlaða upp mynd kjósi viðkomandi slíkt.

Á hverju ári sækja um 2.000 manns um stæðiskort. Umboðsvirkni er í smíðum en þá geta foreldrar sótt um fyrir börn sín.

Umsókn um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og frekari upplýsingar má á Ísland.is.