Fara beint í efnið

21. mars 2022

Umsókn um gjafsókn stafræn

Umsókn um gjafsókn er nú komin á stafrænt form hér á Ísland.is en einstaklingar geta sótt um að kostnaður vegna máls sé greiddur úr ríkissjóði.

Dómsalur

Gjafsókn er það kallað þegar kostnaður vegna dómsmáls einstaklinga er greiddur úr ríkissjóði. Gjafsókn á bæði við um gjafsókn og gjafvörn og er aðeins veitt einstaklingum en ekki fyrirtækjum eða félögum. Nánar um gjafsókn.

Gjafsókn er nú komin á stafrænt form í umsóknarkerfi Ísland.is. Það þýðir að skilar sér pappírslaust beint inn í málakerfi dómsmálaráðuneytis.

Á Ísland.is má sömuleiðis finna frekari leiðbeiningar og upplýsingar um tegund gjafsóknar, endurgreiðslu og fleira. Við skil umsókna um gjafsókn í gegnum stafrænt umsóknarkerfi er nauðsynlegt að leggja á sama tíma fram öll gögn sem fylgja eiga umsókn í gegnum umsóknarkerfið. Umsókn í gegnum umsóknarkerfið kemur í staðinn fyrir umsókn á pappír en áfram verður unnt að leggja inn skriflega umsókn fyrir þá sem þess óska. 

Eintaklingar geta sótt beint um sjálfir eða með aðstoð lögmanns.

Reglur um gjafsókn kveða á um í hvaða tilvikum kostnaður við dómsmál einstaklings er greiddur úr ríkissjóði. Reglurnar er að finna í lögum um meðferð einkamála. Sótt er um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins sem óskar umsagnar gjafsóknarnefndar um umsóknina. Gjafsókn er ekki veitt nema gjafsóknarnefnd mæli með gjafsókn. Nánari upplýsingar um skilyrði gjafsóknar er að finna á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.

Upplýsingasíða um skilyrði gjafsóknar