Fara beint í efnið

15. desember 2020

Umsókn um búsforræðisvottorð á Ísland.is

Þeir sem þurfa á búsforræðisvottorði að halda geta nú sparað sér sporin, sótt um og fengið sent í pósthólfið sitt á Ísland.is

Sýnishorn af búsforræðisvottorði

Dómstólasýslan hefur unnið með dómsmálaráðuneytinu og Stafrænu Íslandi að rtafrænni útgáfu einnar tegundar búsforræðisvottorða. Búsforræðisvottorðið – vottorð um að bú einstaklings eða fyrirtækis sé ekki til gjaldþrotaskiptameðferðar er nú hægt að nálgast rafrænt í gegnum Ísland.is.

Þar geta einstaklingar og fyrirtæki gengið frá umsókn, greitt fyrir og fengið vottorðið sent í pósthólfið sitt á Ísland.is með einföldum hætti.

Ljóst er að breytingin felur í sér mikið hagræði fyrir umsækjendur vottorðsins og starfsmenn dómstólanna sem hafa haft umsjón með verkefninu fram til þessa.

Umsókn um búsforræðisvottorð.