Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. nóvember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tjónamat hafið á húsum

Náttúruhamfaratrygging er búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjóni hafi orðið

Tjónamat er hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík. Nátturhamfaratrygging er búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fara þau til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta mun halda áfram næstu daga. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum. Í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveim húsum, samtals fjórum íbúðum í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.