30. september 2025
30. september 2025
Tilkynnt kynferðisbrot fyrstu sex mánuði ársins 2025
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði lítillega á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 en heildarfjöldi mála var svipaður og á sama tíma undanfarin ár, eða 291 tilkynning á fyrstu sex mánuðum ársins 2025.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra sem birt hefur verið á vefsvæði lögreglunnar. Skýrslan tekur til tilkynninga um kynferðisbrot á fyrstu sex mánuðum ársins 2025.
Helstu niðurstöður eru:
Nauðganir: Tilkynntar nauðganir voru 104 á tímabilinu, sem er 8% aukning samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára.
Brot gegn börnum: Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkar um 5% miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára.
Blygðunarsemisbrot: Tilkynningum um blygðunarsemisbrot fækkar mest hlutfallslega séð eða um 31%. Skýringin kann að vera að slík mál eru flokkuð með öðrum hætti, eða birtingarmynd þeirra breyst, til dæmis sem kynferðisleg áreitni eða stafræn kynferðisbrot.
Nánari upplýsingar má finna í skýrslunni.
Fræðsla lögreglunnar
Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fræðslu um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu, í samræmi við aðgerðaáætlun dómsmálaráðuneytisins. Meðal þess sem lögð hefur verið áhersla á eru:
Einkenni áfallastreituröskunar,
öflun sönnunargagna / sönnunarmat í kynferðisbrotamálum,
aðstæður fatlaðs fólks í réttarkerfinu.
Á tímabilinu 5.-11. september fór fram fræðsla á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar um skýrslutökur af fólki í viðkvæmri stöðu, með áherslu á einstaklinga með fötlun og unga sakborninga. Auk þess hélt Patrick Tidmarsh, sérfræðingur á sviði rannsókn kynferðisbrota, námskeið dagana 15.-16. september um nýja nálgun í rannsóknum kynferðisbrota: The Whole Story.
Mikilvægir tenglar
Nánari upplýsingar um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu má finna á vef Ofbeldisgáttar 112.is, en þar má finna einnig finna upplýsingar um úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um meðferð allra sakamála á vefsíðu Ríkissaksóknara.
Ætíð er hægt að tilkynna mál til 112, www.112.is