Fara beint í efnið

27. október 2023

Tengjum ríkið 2023 komið á Ísland.is

Erindi frá Tengjum ríkið 2023 eru nú aðgengileg á Ísland.is

Tengjum-rikid-vefbordar Mailchimp-1200x842

Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Stafrænt samfélag og skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi. Ráðstefnan í ár var haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.

Á ráðstefnunni voru erindi ráðherra og sérfræðinga frá Norðurlöndunum, Eistrarsaltsríkjunum og Bandaríkjunum.

Erindin má skoða á undirsíðu ráðstefnunnar á Ísland.is.