Fara beint í efnið

1. júlí 2022

Leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Stafræn umsókn um sölu áfengis á framleiðslustað nú aðgengileg.

Handshake

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní sl. um breytingu á áfengislögum nr. 75/1998 (sala á framleiðslustað) var samþykkt að framleiðendum áfengis hérlendis væri heimilt að selja áfengi sem framleitt er á viðkomandi framleiðslustað.

Með reglugerð dómsmálaráðherra sem undirrituð var 30. júní sl. en bíður birtingar í Stjórnartíðindum var ákveðið að embætti Sýslumannsins á Suðurlandi skuli annast útgáfu þessara leyfa fyrir landið allt.

Starfrænt umsóknarform um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.

Öllum fyrirspurnum varðandi leyfaútgáfu skal beint til Sýslumannsins á Suðurlandi.

Gjald fyrir leyfið er kr. 50.000, sem ber að greiða þegar sótt er um.