27. maí 2024
27. maí 2024
Starfslokaboð SAk
Hið árlega starfslokaboð Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) var haldið þann 24. maí.
Á þessum árlega viðburði er því starfsfólki sem nýverið hefur látið af störfum á SAk vegna aldurs þakkað ómetanleg störf, litið er yfir farinn veg og sagðar sögur úr lífi og starfi.
„Viðburðurinn er falleg hefð sem gefur stjórnendum tækifæri til þess að þakka starfsfólki óeigingjörn störf og óska því velfarnaðar í þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur í framtíðinni," sagði Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.
Tengill á frétt um starfsfólk sem var hvatt á ársfundi SAk 2024 hér.