8. ágúst 2024
8. ágúst 2024
Starf sérfræðings á lax- og silungsveiðisviði
Fiskistofa óskar eftir að ráða sérfræðing á lax og silungsveiðisvið.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfsumhverfið er metnaðarfullt og er lögð áhersla á að byggja upp trausta liðsheild.
Starfshlutfall er 100% og staðsetning starfsins getur verið á eftirtöldum starfsstöðvum: Akureyri, Hafnarfirði, Stykkishólmi eða Ísafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Öflun og miðlun upplýsinga vegna lax- og silungsveiði.
Þátttaka í þróun lausna vegna upplýsingaöflunar og miðlunar vegna lax- og silungsveiði.
Innkaup, úthlutun og umsýsla vegna fiskmerkja.
Skráning upplýsinga varðandi strok fiska úr eldisstöð.
Ritun umsagna vegna skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Leyfisveitingar vegna framkvæmda við veiðivötn.
Þátttaka í alþjóðlegu samstarf.
Önnur verkefni á starfssviði lax- og silungsveiðisviðs.
Sérfræðingur á lax- og silungsveiðisviði er staðgengill sviðsstjóra.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Mjög góð almenn tölvukunnátta.
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Góð skipulags- og greiningarfærni.
Jákvætt viðmót, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum.
Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi.
Seigla og geta til að vinna undir álagi.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
Þekking á líffræði laxfiska er kostur.
Þekking og/eða reynsla af veiðum laxfiska í ám og vötnum á Íslandi er kostur.
Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2024 og allar nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi.