Fara beint í efnið

10. september 2024

Starf deildarstjóra sjóeftirlits

Fiskistofa óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf deildarstjóra veiðieftirlitssviðs á Akureyri.

viti

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið heyrir undir sviðsstjóra veiðieftirlits.

Deildarstjóri sjóeftirlits ber ábyrgð á starfsemi ákveðinna starfsstöðva Fiskistofu og hefur mannaforráð veiðieftirlitsmanna á umræddum starfsstöðum, þar með talið verkaskiptingu og daglegum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón á daglegri umsýslu sviðsins í samvinnu með deildarstjóra landeftirlits og sviðsstjóra veiðieftirlits

  • Yfirumsjón með sjóeftirliti

  • Afleysing deildarstjóra landeftirlits

  • Áætlanagerð, markmiðasetning og eftirfylgni

  • Stjórnun og stuðningur við mannauð

  • Áhættugreining í þágu veiðieftirlits og áhættustýrðu veiðieftirliti

  • Þróun veiðieftirlits og hagnýtingu tækninýjunga í eftirliti

  • Samskipti við stjórnvöld og hagaðila

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

  • Skipstjórnarmenntun er kostur

  • Þekking og reynsla af sjómennsku og sjávarútvegi

  • Reynsla af sjómennsku á vinnsluskipum er kostur

  • Farsæl reynsla og/eða menntun í stjórnun kostur

  • Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi

  • Jákvætt viðmót, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum.

  • Seigla og geta til að vinna undir álagi

  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku og góð hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

  • Mjög góð almenn tölvukunnátta

  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2024 og allar nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi.