Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Fiski­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Fiskistofa óskar eftir að ráða deildarstjóra sjóeftirlits á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

09.09.2024

Umsóknarfrestur

27.09.2024

Fiskistofa óskar eftir að ráða deildarstjóra sjóeftirlits á Akureyri

Fiskistofa óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf deildarstjóra veiðieftirlitssviðs á Akureyri. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið heyrir undir sviðsstjóra veiðieftirlits.

Deildarstjóri sjóeftirlits ber ábyrgð á starfsemi ákveðinna starfsstöðva Fiskistofu og hefur mannaforráð veiðieftirlitsmanna á umræddum starfsstöðum, þ.m.t. verkaskiptingu og daglegum störfum. Hefur yfirumsjón með skipulagningu sjóeftirlits og áætlanagerða í kringum slík verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón á daglegri umsýslu sviðsins í samvinnu með deildarstjóra landeftirlits og sviðsstjóra veiðieftirlits

  • Yfirumsjón með sjóeftirliti

  • Afleysing deildarstjóra landeftirlits

  • Áætlanagerð, markmiðasetning og eftirfylgni

  • Stjórnun og stuðningur við mannauð

  • Áhættugreining í þágu veiðieftirlits og áhættustýrðu veiðieftirliti

  • Þróun veiðieftirlits og hagnýtingu tækninýjunga í eftirliti

  • Samskipti við stjórnvöld og hagaðila

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Skipstjórnarmenntun er kostur

  • Þekking og reynsla af sjómennsku og sjávarútvegi

  • Reynsla af sjómennsku á vinnsluskipum er kostur

  • Farsæl reynsla og/eða menntun í stjórnun kostur

  • Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi

  • Jákvætt viðmót, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum. Seigla og geta til að vinna undir álagi

  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku og góð hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

  • Mjög góð almenn tölvukunnátta

  • Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Fiskistofa er stjórnsýslu og eftirlitsstofnun sem heyrir undir matvælaráðuneytið. Fiskistofa fer með framkvæmd laga á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða. Helstu verkefni Fiskistofu eru veiting veiðileyfa, úthlutun aflaheimilda og eftirlit með fiskveiðum og vigtun á sjávarafla ásamt því að safna og miðla upplýsingum um framangreinda málaflokka. Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fiskveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Akureyri.

Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfsumhverfið er metnaðarfullt og er mikil áhersla lögð á að byggja upp trausta liðsheild. Frekari upplýsingar um vinnustaðinn er umsækjendum bent á vefsíðu Fiskistofu: www.fiskistofa.is.

Í launastefnu sinni leggur Fiskistofa áherslu á að greiða samkeppnishæf laun og hefur stofnunin hlotið jafnlaunavottun. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum og aldri, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið út frá hæfniskröfum auglýsingar. Við ráðningar í störf hjá Fiskistofu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Umsóknir gilda í sex mánuði og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fiskistofa áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og/eða auglýsa að nýju.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2024

Nánari upplýsingar veitir

Viðar Ólason, vidar@fiskistofa.is

Halla María Sveinbjörnsdóttir, halla.m.sveinbjornsdottir@fiskistofa.is

Þjónustuaðili

Fiski­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Fiskistofa óskar eftir að ráða deildarstjóra sjóeftirlits á Akureyri

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

09.09.2024

Umsóknarfrestur

27.09.2024