11. september 2025
11. september 2025
Skipulag nýrrar byggðar á svæðum þar náttúruvá er þekkt
NTÍ minnti sveitarfélög á ábyrgð sína þegar kemur að byggð á hættusvæðum með bréfi dags. 10. september 2025. Vísað var til 16. gr. laga nr. 55/1992 sem takmarkar bótarétt þegar byggt er á svæðum þar sem náttúruvá er fyrir fram þekkt, m.a. vegna vatns- og sjávarflóða. Sveitarfélög eru hvött til að uppfæra áhættumat, tryggja varnir áður en framkvæmdir hefjast, upplýsa leyfishafa og kaupendur um áhættu og bótarétt og leita samráðs við viðeigandi stjórnvöld. NTÍ bætir tjón af völdum náttúruhamfara, en bætur geta skerst eða jafnvel fallið alveg niður ef mannvirki reist á þekktum hættusvæðum eða ef ekkert hefur verið gert til að auka varnir gegn frekari tjónum á stöðum þar sem tjón hafa endurtekið átt sér stað.

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur sent bréf til allra sveitarfélaga í landinu þar sem bent er á mikilvægi þess að gæta sérstaklega að skipulagi byggðar á svæðum sem fyrirfram eru þekkt sem viðkvæm fyrir náttúruvá.
Í bréfinu er sérstaklega vísað til 16. gr. laga nr. 55/1992, sem kveður á um að réttur til bóta getur minnkað eða fallið alveg niður, ef tjón verður á mannvikjum sem reist eru á þekktum hættusvæðum, m.a. vegna vatns- og sjávarflóða.
Af hverju núna?
Á undanförnum misserum hefur tjón á nýlegum mannvirkjum aukist á svæðum þar sem hætta af náttúruvá hefur lengi verið þekkt, samhliða umræðu um frekari framkvæmdir á slíkum svæðum.
Hlutverk NTÍ
NTÍ bætir tjón af völdum náttúruhamfara. Sérstök ákvæði eru í lögum nr. 55/1992 um stofnunina, sem er ætlað að takmarka eða koma í veg fyrir að bætur séu greiddar út bótasjóði, þar sem hætta er fyrirfram þekkt eða endurtekin tjón verða.
Eigendur fasteigna geta því ekki gengið að því sem vísu að bætur verði greiddar fyrir tjón á mannvirkjum sem byggð eru á þekktum hættusvæðum.
Ábyrgð á skipulagi byggðar og leyfisveitingum á slíkum svæðum hvílir hins vegar hjá skipulagsyfirvöldum og sveitarstjórnum.
Að mati NTÍ er mikilvægt að:
Við gerð skipulagsáætlan sé ávallt tekið tillit til nýjust og bestu upplýsinga um náttúruvá og þær skýrlega tilgreindar á skipulagsuppdráttum og í greinargerðum.
Ráðast í forvarnir og gerð varnarmannvirkja, eftir því sem við á, áður en framkvæmdir hefjast.
Upplýsa byggingarleyfishafa og eftir atvikum kaupendur lands og eigna um þekkta áhættu og mögulegar afleiðingar – þar með talið takmarkanir á bótarétti.
Leita samráðs við viðeigandi stjórnvöld eftir því sem við á (HMS, Vegagerðina, Veðurstofuna og Skipulagsstofnun).