Fara beint í efnið

23. apríl 2024

Skipti á aflamarki - tilboð óskast

Skiptimarkaðurinn opnar miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 14:00. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 14:00 miðvikudaginn 1. maí 2024.

fiskistofa fiskar i neti mynd

Fiskistofa auglýsir eftir tilboðum í neðangreint aflamark í tilgreindri tegund í skiptum fyrir aflamark í þorski. Samkvæmt 4. grein reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2023/2024.

Fisktegund

Þorskígildisstuðlar

Magn í boði

Rækja við Snæfellsnes

0,8

19.875 kíló

Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar sem er fyrir þorsk 484,04 kr/kg.

Tilboð er sent í gegnum nýtt tilboðsmarkaðskerfi Fiskistofu. Prófkúruhafar eða einstaklingar sem veitt hefur verið umboð, sjá leiðbeiningar, geta lagt inn tilboð á tilboðsmarkaði á notendavænan og einfaldan hátt.

  • Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

  • Hver úthlutun aflaheimilda kostar 14.000 kr. samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu.

  • Vinsamlega kynnið ykkur reglugerð um skiptimarkað.