11. september 2024
11. september 2024
Sérnámsstöður lækna – Samræmt ráðningarferli fyrir stöður í febrúar 2025
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og samstarfsaðilum. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 24. febrúar 2025 en fimmtudaginn 27. febrúar er móttökudagur sérnáms, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra hverrar sérgreinar fyrir sig.
Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið.
Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Aðrir samstarfsaðilar eru Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Reykjalundur. Ef samvinna hefur verið staðfest milli LSH og samstarfsaðila í viðkomandi sérgrein er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum. Það sérnám sem hér er auglýst eru sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfnisnefnd í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar og fylgir mats- og handleiðslukerfi þjálfaðra handleiðara.
Doktorsnám er mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að lágmarki væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 856/2023. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn og í kynningarbréfi. Samþykkt rannsóknaráætlun doktorsnáms skal fylgja með umsókn.
Sjá almennt kynningarmyndband um sérnám í læknisfræði, upplýsingar um sérnám á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Umsóknir um sérnámið eru hér, athugið að ef umsækjandi ætlar að sækja um fleiri en eina sérgrein þarf að sækja um hverja og eina í aðskildri umsókn.
Auglýsingar um störf lækna með lækningaleyfi (ekki formlegt sérnám) eru í eftirfarandi sérgreinum:
Augnlækningar – Læknir með lækningaleyfi
Information for applicants who do not speak Icelandic or don‘t have an Icelandic medical licence.
Almennar upplýsingar veitir: Margrét Dís Óskarsdóttir, yfirlæknir sérnáms á Landspítala – margdis@landspitali.is