Fara beint í efnið

11. nóvember 2021

Reglugerðasafn flytur á Ísland.is

Íslenskar reglugerðir hafa fengið nýtt heimili á miðlægri þjónustugátt hins opinbera Ísland.is.

reglugerdarsafn

Reglugerðasafn hefur verið lengi verið aðgengilegt á rafrænu formi en með þessum flutningi má nú betur sjá þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglugerðum í gegnum tíðina. Þá hefur leit og uppfletting á reglugerðum verið stórlega bætt.

"Ljóst er að þetta mun einfalda störf lögmanna og dómara, en þetta mun líka stórbæta aðgengi almennings að reglugerðum . Það er mikilvægt fyrir samfélagið að allir hafa greiðan og skýran aðgang að lögum og reglum landsins, það er lykilatriði þegar kemur að ábyrgri lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Nýr vefur reglugerðasafns stuðlar að því og stórbætir þjónustu hins opinbera. Við erum búin að greiða fólki leið í gegnum það sem oft var kallað reglugerðafrumskógurinn."  

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

"Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem sýnir þá hagræðingu og bætingu sem má gera
á íslenskri stjórnsýslu með góðu samstarfi. Þessi breyting sem hefur orðið á reglugerðasafninu má líkja við tímavél þar sem hægt er að skoða breytingasöguna langt aftur. "
 

Andri Heiðar Kristinsson:

En hvað eru reglugerðir?

Í sinni einföldustu mynd þá setur Alþingi lög en stjórnvöld reglur. Algegnasta form reglna sem stjórnvöld setja eru reglugerðir. Reglur og reglugerðir verða að eiga stoð í lögum og mega ekki ganga lengra en lögin leyfa. Þegar mál eru tekin fyrir er því mikilvægt að vita hvaða reglugerðir voru í gildi á þeim tímapunkti sem atvikið átti sér stað. Þetta hefur nú verið leyst á einfaldan hátt á vef Ísland.is þar sem hægt er að sjá allar breytingar sem gerðar hafa verið á gildandi reglugerðum og hvenær.

Þessi breyting og flutningur reglugerðarsafnsins er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytis, Stafræns Íslands, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis sem og Byggðarstofnunar unnið af Hugmiðjunni.

Reglugerðasafn á Ísland.is.

Frétt um flutning reglugerðarsafnsins á stjórnarráðsvefnum.