Fara beint í efnið

11. febrúar 2021

Rafræn sakavottorð spara ferðir til Sýslumanna

Einstaklingar sem þurfa á sakavottorði að halda geta nú sparað sér ferðir til Sýslumanna, sótt um og fengið sent í pósthólfið sitt á Ísland.is.

Stafræn sakavottorð

Sakavottorð er vottorð yfir þá dóma sem einstaklingur hefur fengið. Sakavottorð eru oftast nýtt í þeim tilgangi að sækja um störf eða leyfi og annarskonar réttindi eins og t.d. skotvopnaleyfi. Umsóknir eru afgreiddar rafrænt jafnóðum og þær berast ef ekki eru skráð brot, vottorðið er þá sent í pósthólf umsækjanda á Ísland.is.

 

Með rafrænum sakavottorðum hafa ferðir fólks minnkað töluvert á milli stofnana, um 2.597 rafræn sakavottorð hafa verið gefin út og er hlutfall þeirra nú orðið 69% á mánuði. Rafræn sakavottorð eru talin hafa sparað um 15.000 kg af útblæstri CO2 sem t.d. jafngildir um 150 flugferðum til Bretlands.

 

Umsókn um sakavottorð


Unnið er að því að gera sakavottorð þeirra sem hafa mál skráð í sakaskrá einnig aðgengileg.