Fara beint í efnið

28. september 2022

Ráðleggingar um grænkerafæði gefnar út

Ráðleggingar um mataræði hafa verið gefnar út fyrir þá sem kjósa grænkerafæði (vegan mataræði). Annars vegar fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti og hins vegar fyrir börn frá fæðingu til sex ára aldurs. Bæði er hægt að nálgast samantektir úr ráðleggingunum fyrir mismunandi hópa, sem og ítarlegri texta.

Grænkerafæði-leiðbeiningar

Ráðleggingarnar byggja á Norrænu næringarráðleggingunum og sambærilegum ráðlegginum um grænkerafæði á Norðurlöndunum og voru unnar með Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Menntavísindasviði Háskóla Íslands, í samvinnu við Samtök grænkera á Íslandi.

Þessar ráðleggingar eru ætlaðar þeim sem kjósa grænkerafæði og vilja fræðast frekar um hvaða næringarefni eru mikilvæg á þessum tímabilum ævinnar.

Þær geta einnig verið stuðningur fyrir þá sem þurfa að útiloka ákveðnar fæðutegundir úr mataræði sínu eða sem fylgja grænmetismataræði sem inniheldur einhverjar fæðutegundir úr dýraríkinu.   

Tenglar

Grænkerafæði (vegan mataræði) fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri:

Samantekt – Grænkerafæði (vegan mataræði) fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri

Ítarlegri texti - Grænkerafæði (vegan mataræði) fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri

Grænkerafæði (vegan mataræði) á meðgöngu og við brjóstagjöf

Samantekt – Grænkerafæði (vegan mataræði) á meðgöngu og við brjóstagjöf

Ítarlegri texti – Grænkerafæði (vegan mataræði) á meðgöngu og við brjóstagjöf

Norrænar ráðleggingar

Ráðleggingar um grænkerafæði fyrir börn í Noregi

Ráðleggingar um grænkerafæði fyrir börn í Svíþjóð

Norrænar næringarráðleggingar 2012

Nánari upplýsingar veita 

Jóhanna Eyrún Torfadóttir
netfang: johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is
og
Hólmfríður Þorgeirsdóttir

netfang: holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
verkefnisstjórar næringar