Fara beint í efnið

19. október 2022

Prókúruhafar nú tengdir umsóknarkerfi Ísland.is

Umsóknarkerfi Ísland.is bætist við þá þjónustu sem þegar er í boði fyrir fyrirtæki á Ísland.is.

islandismynd_handaband

Umsóknarkerfi Ísland.is er nú aðgegnilegt fyrirtækjum en þegar einstaklingur skráir sig inn með sínum rafrænu skilríkjum í umsókn kallar kerfið eftir því hvort viðkomandi sé einnig prókúruhafi. Prókúruhafi getur þá valið hvort sótt sé um sem einstaklingur eða fyrirtæki.

Þetta er gert með því að tengja umsóknarkerfi Ísland.is við umboðskerfi Ísland.is og þannig opnað á að fyrirtæki og geti sótt sér þjónustu í gegnum umsóknir á Ísland.is. Þessi stuðningur við umboðskerfi Ísland.is mun í framtíðinni gera  fyrirtækjum kleift að veita öðrum umboð til þess að sækja opinbera þjónustu í þeirra nafni á Ísland.is.

Skuldleysisvottorð er fyrsta umsóknin sem býður uppá þessa sjálfvirku þjónustu að kallað sé eftir því hvort eintaklingur fari með prókúru. Á næstu misserum munu fleiri umsóknir styðja umboð fyrir fyrirtæki, svo sem greiðsludreifing opinberra skulda, eigendaskipti ökutækja og fiskveiðileyfi svo eitthvað sé nefnt.

Ef einstaklingur er prókúruhafi fyrirtækis en sú virkni birtist ekki í til dæmis í umsókn um skuldleysisvottorð þarf að hafa samband Skattinn upp á að skoða skráningu fyrirtækisins.

Skoða umsókn um skuldleysisvottorð