Fara beint í efnið

7. mars 2024

Öndunarfærasýkingar. Vika 9 árið 2024

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Öndunarfærasýkingar. Nýtt tölublað

Greiningum á COVID-19 og RSV hefur farið stöðugt fækkandi frá áramótum en inflúensa er enn í nokkuð stöðugri dreifingu. Langflest greind tilfelli af inflúensu þennan veturinn hafa hingað til verið af inflúensustofni A.

Inniliggjandi einstaklingum með öndunar­færaveirusýkingar á Landspítala hefur fækkað frá áramótum. Enginn lá á Landspítala með COVID-19 í síðustu viku, í fyrsta sinn þennan veturinn.

Bæði mislingar og hettusótt hafa borist til landsins nýverið. Í heildina hafa sex hettusóttartilfelli verið greind á þessu ári og eitt tilfelli mislinga. Ekki er útséð enn um frekari útbreiðslu frá þessum tilfellum. Bólusetningarátak er yfirstandandi hjá heilsugæslunni til að draga úr áhrifum beggja atvika, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndunarfærasjúkdóma í 9. viku ársins 2024.

Sóttvarnalæknir