Fara beint í efnið

5. janúar 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 52 árið 2022

Færri greindust með COVID-19, inflúensu og RSV í liðinni viku samanborið við vikuna á undan. Innlagnir á sjúkrahús voru svipaðar á milli vikna. Klínískar greiningar öndunarfærasýkinga benda til hærri tíðni en í venjulegu ári.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Færri greindust með COVID-19,  inflúensu og RSV í liðinni viku samanborið við vikuna á undan. Innlagnir á sjúkrahús voru svipaðar á milli vikna. Klínískar greiningar öndunarfærasýkinga benda til hærri tíðni en í venjulegu ári. Mikilvægt er að sinna persónubundnum smitvörnum þar sem það dregur úr smiti til annarra og þar með alvarlegum veikindum meðal áhættuhópa.

Allir ættu að halda sig til hlés í veikindum, sinna handhreinsun, nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum og forðast umgengi við ungbörn og aðra í áhættuhópum ef með einkenni.

Í samantekt um viku 52 er farið nánar yfir síðastliðna viku.

Sóttvarnalæknir