Fara beint í efnið

29. desember 2022

Öndunarfærasýkingar. Vika 51 árið 2022

Töluverður fjöldi greinist áfram með COVID-19, inflúensu og aðrar öndunarfærasýkingar hérlendis og fjölgaði milli vikna. Greiningar benda til hærri tíðni fyrr en í venjulegu ári.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Töluverður fjöldi greinist áfram með COVID-19, inflúensu og aðrar öndunarfærasýkingar hérlendis og fjölgaði milli vikna. Greiningar benda til hærri tíðni fyrr en í venjulegu ári.

Innlögnum á sjúkrahús fjölgaði síðustu viku. Mikilvægt er að sinna persónubundnum smitvörnum þar sem það dregur úr smiti til annarra og þar með alvarlegum veikindum meðal áhættuhópa. Allir ættu að halda sig til hlés í veikindum, sinna handhreinsun, nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og heilbrigðisstofnunum og forðast umgengi við ungbörn og aðra í áhættuhópum ef með einkenni. Í samantekt um viku 51 er farið nánar yfir síðastliðna viku.

Sóttvarnalæknir