8. febrúar 2024
8. febrúar 2024
Öndunarfærasýkingar. Vika 5 árið 2024
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.
Fjöldi innlagðra einstaklinga með öndunarfæraveirusýkingu á Landspítala í viku hverri hefur fækkað frá áramótum. Fjöldi greininga COVID-19 og RSV hefur einnig farið fækkandi frá áramótum en fjöldi inflúensugreininga, sem jókst fram að áramótum, hefur síðan sveiflast milli vikna.
Langflest greind tilfelli af inflúensu þennan veturinn hafa, enn sem komið er, verið af inflúensustofni A.
Í fimmtu viku ársins greindist eitt tilfelli af mislingum hérlendis, það fyrsta frá árinu 2019, ásamt einu tilfelli af hettusótt, því fyrsta frá árinu 2020. Einstaklingurinn með mislinga var lagður inn á sjúkrahús vegna veikindanna.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í fimmtu viku ársins 2024.
Sóttvarnalæknir