Fara beint í efnið

30. nóvember 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 47 árið 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra nú í vetur og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Embætti landlæknis - logo-ISL-SVL-litid

Fjöldi tilfella COVID-19 stendur í stað milli vikna en áfram eru flestir að greinast í aldurshópnum 65 ára og eldri. Inflúensa hefur verið aðeins á uppleið síðastliðnar vikur. Í viku 47 greindust heldur færri með staðfesta inflúensu og heldur fleiri með klíníska greiningu inflúensu en í síðustu viku. Flestir sem liggja inni á Land­spítala vegna COVID-19 og inflúensu eru 65 ára og eldri. Tíðni RS-veirusýkinga er að aukast og er hæst tíðni hjá börnum undir 1 árs. Flestir sem liggja inni vegna RS-veirusýkingar eru börn undir 2 ára.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 47 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir