17. nóvember 2023
17. nóvember 2023
Öndunarfærasýkingar. Vika 45 árið 2023
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra nú í vetur og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.
Tólf greindust með staðfesta inflúensu í viku 45. Aukning varð á fjölda einstaklinga inniliggjandi á Landspítala með öndunarfæraveirusýkingar, flestir vegna COVID-19 eða 32. Mest aukning varð á innlögnum vegna COVID-19 í aldurshópnum 65 ára og eldri. Þrír voru inniliggjandi á Landspítala með RSV, allt börn undir 5 ára aldri. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fylgja tilmælum vegna bólusetninga við öndunarfærasýkingum fyrir komandi vetur.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 45 ársins 2023.
Sóttvarnalæknir