Fara beint í efnið

9. nóvember 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 44 árið 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra á haustmánuðum og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Í viku 44 greindust sjö með inflúensu, öll af týpu A. Fjöldi staðfestra COVID-19 greininga og rhinoveiru er svipað og verið hefur undanfarnar vikur. Þegar skoðuð er aldursskipting COVID-19 greininga á þessu ári sést að tíðnin er hæst í aldurshópnum 80 ára og eldri.
Fimm greindust með RS-vírus (RSV), þar af voru fjögur börn undir eins árs aldri.
Faraldur inflúensu er ekki hafinn.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 44 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir